Gríðarlega flott lína frá Royal Wulff með J3 húð: flýgur lengra, flýtur hærra og endist lengur. Margverðlaunuð og vinsæl lína frá Royal Wulff, ein ástæða af hverju hún er til í svona mörgum númerum er hve vinsæl hún er, fólk vill setja þetta á einhendurnar sínar, switch stangirnar og tvíhendurnar.
Hún er til fyrir einhendu, einhendu Spey, Skagit, Scandi, Switch og Tvíhendu.
Upprunalega var Ambush línan hönnuð fyrir rúlluköst á stuttu færi og með stuttum haus frá 18 – 31 fet (fer eftir línuþyngd) hleður hún stöngina mjög vel mjög fljótt fyrir frábær köst. Hún höndlar sig sérlega vel sökkenda í flestum stærðum.
„J3 Coating“ er nefnilega ekki bara húð á línunni sem er sett á, J3 er sérhæft lag sem er samþætt línunni sjálfri og endist línan þá töluvert lengur.
Línuþyngd | Haus | Þyngd (grains) |
6 | 18′ | 235gr. |
7 | 20′ | 265gr. |
8 | 20′ | 290gr. |
9 | 24′ | 350gr. |
10 | 24′ | 400gr. |
11 | 24′ | 450gr. |
12 | 25′ | 500gr. |
12.5 | 29′ | 525gr. |
13 | 28.5′ | 550gr. |
13.5 | 30′ | 575gr. |
14 | 29′ | 600gr. |
14.5 | 31′ | 625gr. |
15 | 30′ | 650gr. |