Haglabyssumið sem gerir það auðveldara að hitta.
3,5mm hágæða ljósleiðarakjarni í UV Appelsínugulu eða UV Grænu, mest selda sigtið í dag. Festist með límrenning sem fylgir með.
Upprunalegur hönnuður ljósleiðara(fiberoptic) sigta í heiminum í dag er
Easy Hit. Íslenskir skotveiði og skotáhugamenn þekkja sigtin af góðri
reynslu enda hafa þau verið hér á markaði frá árinu 1999.
Stærsti
eiginleiki Easy Hit er sá að hjálpa skotmanni strax við að setja byssuna
rétt upp á öxl, því ef byssan er ekki á réttum stað geigar skotið og
hönnun Easy Hit er á þann veg að hægt er að sjá um leið hvort
leiðréttingar sé þörf. Easy Hit hefur reynst hjálplegt í þeim tilvikum
þegar um er að ræða skyttur sem eru ekki með annað augað ríkjandi eða
eru að venja sig við að skjóta af annari öxl en ríkjandi augað. Engar
breyting þarf að framkvæma á vopninu til að festa Easy Hit, límrenningur
undir sigtinu tryggir örugga setu og engar skemmdir á vopninu.
3,5mm hágæða ljósleiðarakjarni í UV Appelsínugulu eða UV Grænu, mest
selda sigtið í dag. Festist með límrenning sem fylgir með.